Heitavatnslaust í Fossvogi á morgun

Framkvæmdir Umhverfi

""

Á morgun, fimmtudaginn 7. september, munu Veitur skipta út aðalæð hitaveitu í Fossvogi. Af þeim sökum þarf að loka fyrir heita vatnið í Fossvogi og Ásgarði í Reykjavík og í Lundi í Kópavogi.

Lokunin mun standa yfir frá 06:00-20:00.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.
Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Hægt verður að fylgjast með framgangi framkvæmdanna á heimasíðu Veitna.