Heimsdagur barna á Borgarbókasafninu

Menning og listir

""

Heimsdagur barna fer fram 3. febrúar kl. 13-16 í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins. Á Heimsdegi barna gefst börnum og fjölskyldum tækifæri að taka þátt í fjölbreyttum smiðjum og ævintýrum í  Árbæ, Gerðubergi, Grófinni, Kringlunni, Sólheimum og Spönginni.

Í ár hafa myrkraverur tekið yfir söfnin; draugar, nornir, beinagrindur, skrímsli og uppvakningar. Þorir þú að kíkja í heimsókn? Boðið verður upp á búningasmiðjur, föndursmiðjur, getraunir og æsispennandi Háskaleika!

Kynntu þér dagskrána á þínu safni á heimasíðu Borgarbókasafnsins.