Haustferð hollvina Hæðargarðs

Velferð

""

Föstudaginn 15.september síðastliðinn fóru meðlimir hollvinafélags Hæðargarðs og þátttakendur í félagsstarfi í Hæðargarðs í haustferð.

Leiðin lá í austur í Biskupstungur í Friðheima en þar var boðið upp á  hina einu sönnu Friðheimatómatsúpu, matarupplifun sem á sér fáar hliðstæður.

Frá Friðheimum var haldið  í Grímsnesið þar sem Sigurbjörg hollvinur Hæðargarðs bauð ferðalöngum í sumarbústaðinn sinn.  Hún tók höfðinglega á móti hópnum með kaffihlaðborði, pönnukökum, kleinum og kanilsnúðum, allt að hætti hússins.  Alla ferðina var sungið, spjallað og hlegið saman m.a.s. tóku sumir snúning og dönsuðu línudans á pallinum hjá Sigurbjörgu.

Á heimleið var keyrt í gegnum Þingvallaþjóðgarð þar sem  haustlitir skörtuðu sínu fegursta. Hæðargarður er ein af 17 félagsmiðstöðvum velferðarsviðs í Reykjavík þar sem í boði er alls kyns félagsstarf.