Hátíðarsvæði þjóðhátíðardagsins

Framkvæmdir Íþróttir og útivist

""

Dagskrá Þjóðhátíðardagsins í Reykjavík er glæsileg en aðalhátíðarhöldin fara fram kringum tjörnina í Reykjavík en ennfremur í aðliggjandi görðum og götum. Í boði verða fjölskylduskemmtanir, stórtónleikar í Hljómskálagarðinum, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt margt fleira. Við vekjum athygli á að aðliggjandi götur í kringum hátíðarsvæðið eru lokaðar frá kl. 7-19.

 Um er að ræða eftirtaldar götulokanir: Fríkirkjuvegur, Sóleyjargata, Bjarkargata, Skothúsvegur og Vonarstræti. Skálholtsstígur lokaður fyrir neðan Laufásveg. Bragagata lokuð fyrir neðan Fjólugötu og Fjólugata lokuð norðan við Bragagötu. Þá verða umferðartruflanir kl. 12.00 -13.30 á Laugavegi og í Lækjargötu vegna skrúðgangna og aksturs fornbíla.

Dagskrá Þjóðhátíðardagsins í Reykjavík er glæsileg en aðalhátíðarhöldin fara fram kringum tjörnina í Reykjavík en ennfremur í aðliggjandi görðum og götum. Í boði verða fjölskylduskemmtanir, stórtónleikar í Hljómskálagarðinum, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt margt fleira. Við vekjum athygli á að aðliggjandi götur í kringum hátíðarsvæðið eru lokaðar frá kl. 7-19.

Um er að ræða eftirtaldar götulokanir: Fríkirkjuvegur, Sóleyjargata, Bjarkargata, Skothúsvegur og Vonarstræti. Skálholtsstígur lokaður fyrir neðan Laufásveg. Bragagata lokuð fyrir neðan Fjólugötu og Fjólugata lokuð norðan við Bragagötu. Þá verða umferðartruflanir kl. 12.00 -13.30 á Laugavegi og í Lækjargötu vegna skrúðgangna og aksturs fornbíla.

Skátar og hestamenn frá Fáki leiða skrúðgöngu kl. 13 frá horni Barónsstígs og Laugarvegs en ekki frá Hlemmi eins og áður hefur komið fram. Skrúðgangan fer svo niður Laugaveg og í Hljómskálagarð. Lúðrasveitin Svanur leikur og hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn reka lestina á pallbíl. Skátar leiða á sama tíma skrúðgöngu frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveit Verkalýðsins leikur.

Í Hljómskálagarðinum verður afar fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Skólahreystibraut verður sett upp á Ísbjarnarflöt í fyrsta skipti þar sem hægt verður að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum. Keppnin Sterkasti maður Íslands hefst svo þar kl. 13.30 en keppnin er ein elsta og virtasta kraftakeppni heims og rekur sögu sína frá árinu 1985. Skrúðganga frá Laugavegi kemur í garðinn um kl. 14 ásamt Stuðmönnum sem hefja stórtónleika í kjölfarið sem standa til kl. 17.30. Meðal þeirra sem koma fram eru Svala Björgvins, Daði Freyr, söngkonan Hildur og hljómsveitin Beetween Mountains sem sigraði Músíktilraunir í ár, Emmsjé Gauti lýkur tónlistarveislunni og kemur fram kl. 17.15.
Íslenski þjóðbúningurinn er að venju í öndvegi á þessum degi en fólk sem mætir í honum á hátíðarathöfnina á Austurvelli 17. júní kl. 11.15 þarf að skrá sig áður hjá Heimilisiðnaðarfélaginu á netfangið hfi@heimilisidnadarfelagid.is í síðasta lagi í dag. 

Alla dagskrá hátíðarhaldanna má nálgast á vefnum 17juni.is. Höfuðborgarstofa heldur í fyrsta skipti utan um hátíðardagskrána í Reykjavík og hvetur fólk til að fjölmenna í bæinn í sínu fínasta pússi og taka þátt í Þjóðhátíðardeginum okkar 17. júní.