Hangikjöt í Háteigsskóla

Skóli og frístund

""

Hangikjötsilmur hefur legið í loftinu í Háteigsskóla síðustu daga en hefð er fyrir því að nemendur bjóði foreldrum að borða með sér þennan góða jólamat í byrjun desember.

Góð aðsókn var í þrjá daga í hádegisveislu í Háteigsskóla og mikil gleði meðal barna og foreldra. Í Háteigsskóla er líka búið að setja upp hefðbundna jólaskreytingu í gluggana í anddyrinu sem setja alltaf jafn fallegan svip á skólann.