Hætta á saurgerlamengun í sjó við Kjalarnes

Heilbrigðiseftirlit

""

Veitur vinna nú að gangsetningu og prófunum á skólphreinsistöðinni á Kjalarnesi.

Vegna framkvæmda getur verið nauðsynlegt að losa skólp um yfirföll í sjó og því hætta á að saurgerlamengun í sjó fari yfir viðmiðunarmörk meðan á vinnunni stendur og fyrst á eftir. Reiknað er með að verkið geti tekið allt að 10 daga.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ræður fólki frá því að stunda sjósund eða aðra útivist í fjörunni (sjá kort hér að neðan) næstu daga vegna vinnu við stöðina. Veitur munu setja upp viðvörunarskilti.