Hádegisjazz í Gerðubergi og Spönginni

""

Hádegisjazz í aldarminning Ellu Fitzgerald, Thelonius Monk og Dizzy Gillespie í Borgarbókasafninu.

Fyrst í Gerðubergi föstudaginn 24. nóvember kl. 12.15-13.00 og svo á sama tíma í Borgarbókasafniinu í Spönginni laugardaginn 25. nóvember.

Sara Blandon var nýlega titluð bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki jazz og blús. Hún ætlar að heiðra minningu nokkurra af stærstu nöfnum jazzins sem hefðu orðið hundrað ára í ár með því að flytja helstu tónlistarperlur þeirra.

Á tónleikunum fær Sara til liðs við sig gítarleikarann Andrés Þór og Leif Gunnarsson sem leikur á kontrabassa og munu þau m.a. flytja lög eftir Ellu Fitzgerald, Thelonius Monk, Dizzy Gillespie og Tad Dameron.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir velkomnir. Upplýsingar um tónleikaröðina Jazz í hádeginu er að finna á heimasíðu Borgarbókasafnsins.