Guðlaug verður skólastjóri við Árbæjarskóla

Skóli og frístund

""

Guðlaug Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Árbæjarskóla.

Guðlaug Sturlaugsdóttir hefur lokið M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands, diplomu í uppeldis- og kennslufræðum með áherslu á stjórnsýslu og skólastjórnun og diplomu í uppeldis- og kennslufræðum með áherslu á upplýsingatækni. Guðlaug hefur um áratugaskeið starfað sem kennari og skólastjóri. Þá hefur hún gegnt starfi skrifstofustjóra grunnskólaskrifstofu á skóla- og frístundasviði síðastliðin tvö ár. Guðlaug tekur við starfinu um áramótin.

Fjórir umsækjendur voru um skólastjórastöðuna í Árbæjarskóla, en umsóknarfrestur rann út 6. nóvember.