Gróðursett í tilefni 60 ára afmælis Hlíðaskóla

Skóli og frístund

""

Nemendur í Hlíðaskóla tóku sig til og gróðursettu nýjar trjátegundir í grenndarskóginum í Öskjuhlíðinni til að fagna 60 ára afmæli skólans. 

Fjórir nemendur úr hverjum árgangi gróðursettu sína trjátegund í hátíðarlundi skólans og bættu þar með 10 nýjum tegundum við í grenndarskóginum. Með þessari gróðursetningu eykst til muna fræðslu- og upplifunargildi grenndarskógarins í skólastarfinu, svo og fyrir almenning sem stundar útivist í Öskjuhlíðinni.

Við gróðursetninguna var séð til þess að sérhvert tré fengi vænan skammt af heimagerðri og næringarríkri moltu úr skólanum. Kristrún skólastjóri, Einar Kristján og Ketill Helgason stjórnuðu gróðursetningu nemenda af mikill röggsemi.

Eftir gróðursetninguna var farið aftur í skólann og notið þess að borða dýrindis afmælisköku.