Grandaskóli þrítugur

Skóli og frístund Mannlíf

""
Grandaskóli fagnar í dag, fimmtudaginn 26. maí, 30 ára afmæli með gleði og gaman.
Afmælishátíð Grandaskóla hófst í morgun með fánahyllingu með nýjum fána og merki skólans. Nemendur fóru í skrúðgöngu um hverfið og þema göngunnar var nálægðin við hafið. Sæskrímsli eða ormur leiddi gönguna og í kjölfar ormsins gengu nemendur með hatta, sprota og kraga sem minntu á lífríki hafsins. Eftir skúðgönguna var pylsupartý á skólalóðinni. Afmælið heldur áfram klukkan fjögur í dag en þá taka foreldrar þátt í gleðinni með nemendum og starfsfólki Grandaskóla.  Þrír kennarar hafa starfað í skólanum frá stofnun hans árið 1986 en það eru þær Aðalbjörg Benediktsdóttir, Halla Magnúsdóttir og Inga Sigurðurdóttir.