Grænn litur í Grafarlæk

Heilbrigðiseftirlit Umhverfi

""

Grafarlækur gæti tekið grænan lit í vikunni en setja á lit í lagnir til að rekja mengunina. Efnið er skaðlaust og eyðist í náttúrunni á innan við sólarhring.

Enn  hefur ekki tekist að finna hvaðan olían kom þrátt fyrir mikla vinnu og því verður brugðið á það ráð að rekja  mögulegar leiðir mengunar með með því að setja lit í lagnir.  Því má búast við að skærgrænn litur geti komið fram í Grafarlæk og innst í Grafarvogi en ekki er nein ástæða til að láta sér bregða. Efnið sem veldur litbriðgðunum er fluorescein sodium salt sem er skaðlaust og eyðist í náttúrunni á innan við sólarhring.