Glútenlaus salsasósa innkölluð

Heilbrigðiseftirlit

""

Heilsa ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði vöru vegna þess að hún er merkt glútenlaus en inniheldur glúten. 

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki:  Amaizin Organic.
Vöruheiti:  Sweet salsa chip dip gluten free.  
Framleiðandi: Mechandel B.V., Hollandi.
Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík.
Nettómagn:  260 g.
Strikanúmer: 8718976015233.
Best fyrir: 31.12.2020.
Lotunúmer: LT171285.
Dreifing:  Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og Heilsuhúsið.

Fullyrt er á umbúðum vörunnar að hún sé glútenlaus (e. gluten free) en til að mega nota þessa fullyrðingu við markaðssetningu á matvælum mega þau ekki innihalda meira en 20 mg/kg af glúteni.  Við innra eftirlit framleiðanda hefur komið í ljós að „Amaizin Organic sweet salsa chip dip“ inniheldur meira en 20 mg/kg af glúteni og er hún því ekki örugg fyrir einstaklinga sem eru með ofnæmi- eða óþol fyrir korni sem inniheldur glúten. 

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni.   Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir glúteni eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða hafa samband við Heilsu ehf., Bæjarflöt 1-3, í síma 517 0670.