Glæsileg tónverk frumflutt á Upptaktinum

Mannlíf Menning og listir

""

Tólf tónverk eftir börn úr 5.-10. bekk grunnskólanna voru frumflutt í Kaldalóni í Hörpu í gær. 

Upptakturinn er orðinn að föstum lið á Barnamenningarhátíð en þessi tónlistarviðburður var nú haldinn í fimmta sinn. 

Tólf grunnskólanemar á aldrinum 10 – 15 ára unnu að tónverkum sínum ásamt tónskáldum í Listaháskóla Íslands og tóku þátt í spunavinnu með nemendum í tónlistarmiðlun. nemendur í Listaháskólanum á tónskáldabraut útsettu svo verkin sem flutt voru í Kaldalóni af kammersveit og söngvurununum Unnsteini Manúel og Sigríði Thorlacius. 

Öll fengu tónskáldin Eggið sem viðurkenningu fyrir sköpunarverk sín. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til með tónsmíðar og flutning þessara tólf verka, eða eins og Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu sagði við afhendingu verðlaunanna, "mér er það sífellt undrunarefni hvað þessi tónlistarflutningur á Upptaktinum endurspeglar mikla hæfileika."