Glæsileg afmælishátíð í Rimaskóla

Skóli og frístund

""

Mikið var um dýrðir í Rimaskóla þegar haldið var upp á 20 ára afmæli skólans 24. maí síðastliðinn. Heiðursgestur hátíðarinnar var Illugi Gunnarsson nýr menntamálaráðherra og var það hans fyrsta embættisverk að heimsækja skólann. Ráðherra flutti ávarp, fór fögrum orðum um skólastarfið og hrósaði sérstaklega árangri skólans í baráttunni gegn einelti en skólinn kom best út úr síðustu eineltiskönnun Olweusar.

Gestum afmælishátíðarinnar var boðið upp á söng-og dansatriði nemenda og að skoða sýningu á verkefnum þeirra. Þá stóðu gestir í röðum eftir að komast í myndaalbúm skólans en þau eru 30 talsins, hnausþykk frá fyrsta skóladegi 1993 allt til dagsins í dag. Gestir fengu einnig að gæða sér á 20 metra langri afmælistertu og boðið var upp á fjöltefli, ratleik og hoppukastala.

Skólahljómsveit undir stjórn Rakelar Maríu tónmenntakennara spilaði í klukkustund og þar eru á ferðinni mjög efnilegir söngvarar og hljóðfæraleikarar.

Hátíðin þótti heppnast mjg vel. Skólastjóri Rimaskóla frá upphafi er Helgi Árnason.