Frumkvöðlar í Snjallborg

Skipulagsmál

""

Íslenskir frumkvöðlar kynna hugmyndir sínar í Ráðhúsinu fyrir erlendum aðilum í samvinnu við Snjallborgina Reykjavík. Kynningin verður haldin í borgarstjórnarsalnum fimmtudaginn 2. febrúar eða frá 9.30 til 17.30.

StartupBootcamp kemur sérstaklega til landsins til þess að leita af snjöllum íslenskum sprotum innan Smart City & Living fyrir viðskiptahraðilinn sinn sem fer fram í Amsterdam í sumar.  

Snjallvæðing borga nær meðal annars til rafrænna íbúakosninga, nýtingu gríðargagna til stefnumótunar, umhverfisvænna orkugjafa, nýjar samgöngulausnir, rafbílavæðingu, endurvinnslu og bygginga sem eru sjálfbærar og með snjöllum umhverfislausnum. 

Snjallborgin er með þátttöku sinni að efla tenginguna við Smart City alþjóðasamfélagið og íslenska frumkvöðlaumhverfið. Samtal við íbúa og betri tenging við háskólasamfélagið og aðrar mikilvægar stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög er grunnurinn að Snjallborginni og frekari vexti í framtíðinni. 

Allir velkomnir að líta við og kynnast þróun snjalllausna hjá frumkvöðlum í Reykjavík. 

Nánari upplýsingar:

https://www.startupbootcamp.org/accelerator/smart-city-living/

https://www.startupbootcamp.org/events/reykjavik-iceland-smart-city-living-fasttrack/