Framtíð samgöngumiðstöðvar á Hlemmi

Umhverfi Skipulagsmál

""

Samtök um bíllausan lífsstíl og Hollvinasamtök Strætó standa fyrir málfundi um framtíð samgöngumiðstöðvar á Hlemmi á miðvikudag, 21. október, kl. 16.30.

Fundurinn verður á Hlemmi og þar munu Magnús Jensson arkitekt, Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar halda stutt erindi og í kjölfar þeirra er gert ráð fyrir fyrirspurnum og almennum umræðum.  Fundarstjóri verður Sesselja Traustadóttir.