Framkvæmdir við Melaskóla og í verkefninu Betri hverfi

Betri hverfi Umhverfi

""

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir sem tilheyra verkefninu Betri hverfi í Vesturbænum, en nokkur verkefni urðu fyrir valinu í kosningu hjá íbúum Vesturbæjar sl. vor. 

Eitt af því sem kosið var um var breyting á sundlaugargarðinum við Vesturbæjarlaug. Nú eru þessar framkvæmdir langt komnar og er ljóst að þarna hefur orðið mikil breyting á umhverfinu til batnaðar og mun fegurra um að litast. Verkefninu mun ljúka nú á allra næstu dögum.

Einnig eru hafnar framkvæmdir við Melaskóla en þar er að kemur upphitaður gervigrasvöllur. Reyndar verða ekki battar í kringum hann eins og er á völlum við flest allar skólalóðir landsins. Vonast er þó til að þessi völlur verði upplyfting fyrir börnin sem þarna eru að leik og einnig er þetta upplagt fyrir ýmsa útikennslu. Þegar þessari framkvæmd er lokið er það von manna að fleiri vellir rísi við aðra grunnskóla Vesturbæjar.