Fræst og bikað á föstudegi

Umhverfi Framkvæmdir

""

Vinna við fræsun og malbikun heldur áfram í Reykjavík og föstudaginn 7. júní hefjast framkvæmdir klukkan 9, þegar léttara er orðið yfir morgunumferðinni. Ökumenn eru beðnir um að virða hraðatakmarkanir og sýna aðgát við framkvæmdasvæði.

Á Bæjarhálsi verður fræst frá Bitruhálsi að Höfðabakka. Götukaflinn verður lokaður almennri umferð til vesturs meðan á framkvæmdum stendur en neyðarbílum og strætó verður hleypt framhjá.

Á Barónsstíg verður kaflinn frá Skúlagötu að Hverfisgötu malbikaður. Lokað verður fyrir alla umferð á þessum kafla götunnar meðan á framkvæmdum stendur.