Forvarnarsjóður auglýsir eftir umsóknum

Skóli og frístund Velferð

""

Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki til forvarnarverkefna úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur. Hægt er að sækja um frá og með 20. febrúar klukkan 13.00 og umsóknarfrestur er til miðnættis 20. mars næstkomandi.

Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einstökum hverfum eða almennt í borginni. Hverfisráð veita styrki til verkefna í hverfum, en velferðarráð til almennra forvarnarverkefna í borginni.

 

Styrkirnir gefa einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að vinna að forvörnum í borginni. Stofnanir Reykjavíkurborgar eða starfsmenn þeirra geta ekki sótt um styrki í sjóðinn en geta verið samstarfsaðilar í verkefnum sem aðrir sækja um styrk til.

 

Umsóknum um styrk skal skilað inn á rafrænu Reykjavík en á síðu forvarnarsjóðs er hægt að nálgast úthlutunarreglur
sjóðsins.

 

Opnað verður fyrir umsóknir 20. febrúar kl. 13:00 og er umsóknarfrestur til miðnættis 20. mars 2017. Alls eru 10 milljónir króna til úthlutunar árið 2017.

 

Hlutverk sjóðsins er að stuðla að forvörnum og styrkja félagsauð í hverfum Reykjavíkur. Styrkir úr sjóðnum verða veittir til verkefna sem styðja:

  • Forvarnir í þágu barna og unglinga
  • Eflingu félagsauðs í hverfum borgarinnar
  • Bætta lýðheilsu
  • Markvisst samstarf íbúa, félagasamtaka, og fyrirtækja í þágu forvarna og félagsauðs
  • Önnur verkefni sem mæta þeim markmiðum sem borgarstjórn setur hverju sinni