Foreldrafræðsla í Frostaskjóli

""
Í vetur stendur frístundamiðstöðin Frostaskjól fyrir foreldrafræðslu í samvinnu við Vesturgarð og foreldrafélögin í Vesturbænum.
Fræðslan fer fram í frístundamiðstöðinni Frostaskjóli, Frostaskjóli 2, og er markmiðið að bjóða uppá skemmtilega og fjölbreytta fræðslu fyrir foreldra í hverfinu.
 
Miðvikudaginn 18. nóv. kl. 19.30 - 21.30 mun Páll Ólafsson fjalla um jákvæð samskipti, af hverju eru þau mikilvæg?
Páll mun fjalla um jákvæð samskipti foreldra og barna, uppeldi , hvernig á að tala við og hlusta á börn, barnavernd, netnotkun barna, o.s.frv. Lifandi, áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur.
 
Hvetjum alla foreldra og aðra áhugasama til þess að mæta, því þetta er áhugavert efni hjá páli.