Floridana ávaxtasafi innkallaður

Heilbrigðiseftirlit Innkallanir matvæla

""

Innköllun á Floridana ávaxtasafa í plastflöskum vegna hættu á yfirþrýstings í flöskunum sem getur leitt til þess að umbúðir springi með alvarlegum afleiðingum.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. (Ölgerðin) hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. Ljóst er að slysahætta getur verið af vörunni.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti: Floridana ávaxtasafi, allar bragðtegundir.
Best fyrir: Allar dagsetningar.
Nettómagn: 330 ml og 1 líter.
Umbúðir: Plastflöskur.
Framleiðandi: Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík.
Dreifing: Sölustaðir um land allt.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill árétta að upp hafa komið alvarleg tilvik þar sem umbúðir springa annað hvort í heild sinni eða tappi skýst af og er því um öryggismál að ræða fyrir neytendur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur neytendur sem hafa vöruna undir höndum til að farga henni.

Nánari upplýsingar veitir Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. í síma 412 8000.