Fjölmenningardagurinn 2016 í Hörpu

Mannlíf Menning og listir

""
Fjölbreytileikanum í borginni verður fagnað í áttunda sinn í Hörpu laugardaginn 28. maí á árlegum Fjölmenningardegi borgarinnar.  Fjölmenningardagurinn hefur öðlast sess í hugum borgarbúa enda setur hátíðin skemmtilegan blæ á borgarlífið. Hátt í 15.000 manns sóttu hátíðina í fyrra og sökum vinsælda var ákveðið að færa hátíðahöldin í Hörpuna. 
Borgarstjóri setur hátíðina stundvíslega kl.13.00 á Skólavörðuholti að því loknu fer skrúðgangan af stað og endar við Hörpu. Fjöldi fólks hefur ár hvert tekið þátt í göngunni og ræður litagleðin ríkjum, þátttakendur klæðast fallegum þjóðbúningum hinna ýmsu landa, og lúðrasveit verður í broddi fylkingar.
 
Sýningartorg í Hörpu // Multicultural Exhibition on Harpa 14.00 – 17.00
Í Hörpu verður markaður þar sem kynnt verður handverk, hönnun, matur og menning frá hinum ýmsu löndum. Við verðum bæði inni og úti enda sumarið komið og veðurguðirnar hafa leikið við daginn hingað til.
 
Í hinum glæsilega sal Kaldalóni í Hörpu verður lifandi skemmtidagskrá frá kl. 14.30 -17.00
Fram koma:
 
• Jóhanna Ruth sigurvegari Ísland got talent
• Amabadama
• Hildur
• Dans Brynju Péturs
• Wadaiko japanskt trommuatriði
• High life music, tónlistarmaðurinn Nana Gboski frá Ghana 
• Binasuan flippseyskur þjóðdans
• Unnur Sara Eldjárn söngkona flytur lög úr smiðju Serge Gainsbourg ásamt Sævari Helga píanóleikara.
• TaeKwonDo bardagalist
• Powaqa – rapp og beatbox
• Mexikóskt /íslenskt  tónlistar atriði
• PLeikhús – Pólskt áhugamannaleikhús
• Bollyknockout – Bollywood dansatriði með hip hop salsa ívafi
• Tónverkur
• Múltíkúltíkórinn
• Hop Trop balkandans
• Tælenskt dansatriði
• Balkanbandið RAKI
• Gija litháískur kór
 
Og margt margt fleira. Hægt verður að fá henna tattoo, blöðrur og allskonar fjör á fjölmenningardaginn,
Aðgangur ókeypis.
 
Kynnir: Gunnar Sigurðsson hraðfréttamaður.
 
Þetta er aðeins brot af dagskránni en hana má finna á heimasíðu:www.reykjavik.is/fjolmenningardagur
Eitt er víst það ættu allir að geta fundið sér atriði við hæfi !
Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að taka þátt í hátíðahöldunum.
 
Gleðilegan Fjölmenningardag!