Fjölbreytt störf í boði í skóla- og frístundastarfi

Skóli og frístund

""
Verið að ráða í fjölmörg störf í leikskólum, grunnskólum og í frístundastarfi fyrir næsta skólaár. Enn á eftir að ráða í 102 stöðugildi í leikskólum, 43 í grunnskólum og 127 í frístundastarfi.  
Í leikskólunum þarf að ráða í 8 stöðugildi deildarstjóra, um 63 stöðugildi leikskólakennara á deild og um 21 stöðugildi í stuðning. 

Í grunnskólum vantar í um 18 stöðugildi kennara, um 12 stöðugildi stuðningsfulltrúa og 11 stöðugildi skólaliða.

Á frístundaheimilin vantar 261 starfsmann í 127 stöðugildi, þar af 33 í starf með fötluðum börnum og ungmennum. Yfirleitt er um 50% störf að ræða. 

Til samanburðar þá átti á sama tíma í fyrra eftir að ráða í 59 stöðugildi í leikskólum, 31 í grunnskólum og 127 starfsmenn í 64 stöðugildi í frístundaheimilum.