Fegrunarverðlaun Reykjavíkurborgar afhent í dag

Umhverfi Skipulagsmál

""

Í ágúst á hverju ári eru veittar viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum og fallegar stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir.  

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur veitir viðurkenningarnar eftir ábendingar frá vinnuhópum. Viðurkenningarnar eru veittar fyrir fyrir fallegar lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja, fallega útiaðstöðu við sumargötur og vandaðar endurbætur á eldri húsum í Reykjavík árið 2015.

Viðurkenningarnar hafa verið veittar um árabil með það að markmiði að hrósa fyrir vel viðhaldin hús, fallegt handbragð og snyrtilegar lóðir. Umhverfið í borginni skiptir gríðarlega miklu máli bæði fyrir íbúa og borgaryfirvöld. Það er fátt fallegra en vel hirt lóð eða falleg hús sem lífga upp á götumyndina og ber vitni um metnað einstaklinga og fyrirtækja sem er annt um umhverfi sitt og ásýnd borgarinnar.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir verðlaunin ásamt Hjálmari Sveinssyni.