Evrópski tungumáladagurinn

Skóli og frístund Mannlíf

""

Í dag er evrópski tungumáladagurinn. Markmið hans er að vekja athygli á gildi tungumálakunnáttu og fagna fjölbreytileika tungumála. Þá á dagurinn að hvetja menntastofnanir til að vinna við spennandi og lærdómsríkt tungumálaverkefni.

Menntamálaráðuneytið hefur gefið út skemmtilegan bækling með hugmyndum að verkefnum sem geta nýst  skólum til að skipuleggja daginn. Sjá bæklinginn.

Í hópi barna og unglinga með annað móðurmál en íslensku felst mikill auður sem vert er að gefa gaum á evrópskun tungumáladegi. Í nýrri skýrslu Fjölmenningarsetur kemur m.a. fram að:

  • Frá aldamótum 2000 hefur fjöldi leikskólabarna með erlent ríkisfang sjöfaldast. Ellefu af hundraði leikskólabarna eru með erlent móðurmál.
  • Fjöldi barna með erlent móðurmál í grunnskólum landsins hefur sjöfaldast frá árinu 2007. Í dag eru þau 6% allra grunnskólabarna, 2.663 talsins.
  • Um 80% barna með innflytjendabakgrunn hófu nám í framhaldsskóla árið 2010 samanborið við 96% barna með engan erlendan bakgrunn. Hlutfallslega klára mun færri innflytjendur framhaldsskólanám en íslenskir jafnaldrar þeirra. Sjá skýrsluna.

Evrópski tungumáladagurinn er að frumkvæði Evrópuráðsins haldinn hátíðlegur um alla álfuna. Hann var fyrst haldinn á evrópsku tungumálaári 2001 og hefur nú fest sig í sessi með fjölmörgum viðburðum hjá sveitarfélögum, frjálsum félagaasamtökum, menntastofnunum og einstaklingum.

Fjölbreytt hátíðardagskrá verður í boði hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum í tilefni dagsins og hefst hún kl. 16.00.

Sjá dagskrá.