Eineltisstefna leikskóla í Vesturbæ

Velferð Skóli og frístund

""
Það var mikið fjör á Ægisíðunni í dag þar sem flestir leikskólar úr Vesturbænum voru saman komnir til að taka við eineltisáætlun fyrir leikskóla í Vesturbæ. 
Áætlun þessi nefnist "Virðing í Vesturbæ". Fulltrúar leikskóla ásamt Herði verkefnisstjóra í Vesturgarði hafa á undanförnu einu og hálfu ári unnið að þessari áætlun og nú er hún tilbúin. Það var Skúli Helgason borgarfulltrúi sem afhendi börnum úr leikskólunum þessa áætlun.
 
Á meðfylgjandi myndum má sjá að það var vel mætt og mikil gleði. Ásamt því að afhenda þessa áætlun voru sungin nokkur leikskólalög.