Drullumallað í sumrinu

Skóli og frístund

""
Börnin í Björtuhlíð njóta sumardaga í skemmtilegum útileikjum. 
Börnin hafa margt fyrir stafni í útiverunni og sulla, smíða og drullumalla. Þá er farið í skipulagða leiki og vettvangsferðir um alla borg þar sem heimsótt eru leiksvæði, garðar og stunduð margs konar útikennsla. 
 
Leikskólinn Bjartahlíð starfar á tveimur stöðum, í Grænuhlíð og Stakkahlíð. Þar dvelja um 140 börn. Leikskólastjóri er Arndís Bjarnadóttir.