Deiliskipulagsbreyting fyrir Borgartún 24

Skipulagsmál

""

Kynningarfundur vegna deiliskipulagsbreytinga fyrir Borgartún 24 var haldinn miðvikudaginn  16.ágúst .  kl. 16:30  í Borgartúni 14 í Vindheimum  á 7. hæð. 

Á fundinum kom fram ósk um lengingu á athugasemdafresti og var ákveðið á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst að lengja frestinn til 15. september 2017. Einnig var óskað eftir frekari gögnum um skuggavarp og umferð. Þessi gögn eru nú komin hér á vef Reykjavíkurborgar.

Á fundinum var breyting á deiliskipulagi fyrir Borgartún 24 kynnt en hún felst í auknu byggingarmagni á lóðinni, hækkun húsa og fjölgun íbúða

Farið var yfir heimildir í aðalskipulag Reykjavíkur og kynnt rammaskipulag fyrir reitinn í heild sinni. Einnig voru ný gögn um skuggavarp og ásýndir sýnd.

Hér má nálgast kynningar sem voru á fundinum ásamt fundargerð, skuggavarpi og minnisblaði um umferð:

Aðalskipulag Reykjavíkur – Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur
Rammaskipulag fyrir reitinn - Ásdís Helga Ágústsdóttir arkitekt
Deiliskipulag og skuggavarp - Ásdís Helga Ágústsdóttir arkitekt
Skuggavörp 1
Skuggavörp 2 

Skuggavörp 3 
Borgartúnsreitir og umferð 
Fundargerð