Dagur villtra blóma

Mannlíf

""

Sunnudaginn 18. júní kl. 13:15 verður farin leiðsögn um Viðey í tilefni af degi villtra blóma sem árlega er haldið upp á þennan dag um öll Norðurlöndin.

Í göngunni verða plöntur sem vaxa í eyjunni greindar til tegunda, fjallað um gróður svæðisins og starfsemi Flóruvina kynnt. Einnig verður stiklað á stóru um sögu Viðeyjar og þá einna helst sagt frá ýmsum ræktunartilraunum sem þar hafa verið gerðar fyrr á öldum.

Gönguferðin er samstarfsverkefni Grasagarðs Reykjavíkur, Borgarsögusafns Reykjavíkur og Flóruvina. Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður Grasagarðsins og Viðar Snær Garðarsson sagnfræðingur frá Borgarsögusafni Reykjavíkur leiða gönguna.Gestir eru hvattir til að taka með sér flórubækur og stækkunargler.

Mæting við Viðeyjarferju á Skarfabakka. Ferjan leggur af stað til Viðeyjar kl. 13:15.
Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.500 kr. fyrir fullorðna, 1.350 kr. fyrir eldri borgara og 750 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt. Þeim sem vilja snæða léttan hádegisverð fyrir gönguna er bent á 12:15 ferjuna.

Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna  og af veitingum í Viðeyjarstofu. Handhafar Gestakortsins sigla frítt.
 

Wild Flowers Day – walk around Viðey Island

In celebration of Wild Flowers Day, which is held on 18th June throughout Scandinavia, a guided walking tour of Viðey Island will be offered starting at 13:15 in the afternoon. During the walk, a number of different species growing on the island will be identified with some commentary provided about the vegetation of the area and the work of the Flóruvinir (flower friends) volunteers group.

There will also be a run-through of the history of Viðey Island, focusing in particular on a number of cultivation experiments which have been tried and tested over the years.

The tour, which is organised by the Reykjavík Botanic Gardens in cooperation with Reykjavík City Museum and the Flóruvinir volunteers group, will be led by Hjörtur Þorbjörnsson, manager of the botanic gardens and Viðar Snær Garðarsson, a historian from the Reykjavík City Museum. Spoken language is Icelandic.

Return ferry tickets cost 1.500 ISK for adults, 1.350 ISK for senior citizens and 750 ISK for children 7 – 17 years old accompanied by parents or guardians. Tickets are free for children 6 years and under.

Holders of the Reykjavík City Card travel for free. 
Those with a Reykjavík Culture Pass receive a 10% discount on ferry tickets.