Dagskrá Barnamenningarhátíðar í Listasafni Reykjavíkur

Mannlíf Menning og listir

""

Listasafn Reykjavíkur býður börn á öllum aldri velkomin á Barnamenningarhátíð. Frumlegir og skemmtilegir viðburðir og námskeið í boði, þar á meðal spunaleikhús, teikninámskeið og listsmiðja fyrir frábæra únglínga.

Frítt inn á söfnin þrjú fyrir fullorðna í fylgd með börnum.

Listasafn Reykjavíkur býður börn á öllum aldri velkomin á Barnamenningarhátíð. Frumlegir og skemmtilegir viðburðir og námskeið í boði, þar á meðal spunaleikhús, teikninámskeið og listsmiðja fyrir frábæra únglínga.

Frítt inn á söfnin þrjú fyrir fullorðna í fylgd með börnum.

Dagskrá

25.-30. apríl 
Ásmundarsafn

Myndarlegar þjóðsögur – sýning grunnskólabarna á frístundaheimilunum Draumaland, Eldflaugin og Halastjarnan.

Miðvikudag 26. apríl kl. 15.00
Ásmundarsafn

Teikninámskeið fyrir 8-12 ára. Áhugasamir mæti tímanlega, takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Miðvikudag 26. og fimmtudag 27. apríl kl. 16.00-18.00
Hafnarhús

Það besta sem hefur komið fyrir heiminn eru únglíngar! Fjölbreytt tveggja daga listsmiðja og spunaleikhús fyrir 13-16 ára. Skráning: fraedsludeild@reykjavik.is

Fimmtudag 27. apríl kl. 15.00
Kjarvalsstaðir

Teikninámskeið fyrir 8–12 ára. Áhugasamir mæti tímanlega, takmarkaður fjöldi þátttakenda.

28.-29. apríl
Kjarvalsstaðir

Við erum ekki listalaus – sýning á samstarfsverkefni leikskólans Hlíð við Engihlíð og listamanna úr nágrenninu.

28.-30. apríl
Kjarvalsstaðir
Falinn Fjársjóður – sýning nemenda í Vogaskóla, Vesturbæjarskóla og Háaleitisskóla.

Föstudag 28. apríl kl. 14.00-17.00
Kjarvalsstaðir

Klambraflæði fyrir 7-12 ára – plötusnúðakennsla og rímnasmiðja undir leiðsögn fagmanna. Skráning á heimasíðu safnsins og á vef Barnamenningarhátíðar.

Föstudag 28. apríl kl. 15.00-17.00
Hafnarhús

Teikninámskeið fyrir 8-12 ára. Áhugasamir mæti tímanlega, takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Laugardag 29. apríl og sunnudag 30. apríl kl. 11.00
Kjarvalsstaðir

Flóttamaðkarnir – leiksýning fyrir 4-9 ára eftir leikhópinn Sjónarspil með tónlist eftir Megas í lifandi flutningi.

Sunnudag 30. apríl kl. 11.00-14.00
Ásmundarsafn

Mörg sjónarhorn – listsmiðja fyrir 6-9 ára. Þátttakendur skapa sitt eigið hreyfilistaverk. Áhugasamir mæti tímanlega, takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Sunnudag 30. apríl kl. 14.00-15.00
Kjarvalsstaðir

Vísnagull – þátttökutónleikar fyrir 1-3 ára og alla hina.

Vefsíða Barnamenningarhátíðar