Brekkuborg fagnaði 25 ára afmæli

Skóli og frístund

""

Margir lögðu leið sína í leikskólann Brekkuborg um liðna helgi þegar haldið var upp á 25 ára afmæli skólans. 

Mikið var um dýrðir í afmælinu og komu á annað hundrað gestir á opið hús í tilefni þess. Sett var upp myndlistarsýning með verkum barnanna og boðið upp á veitingar. Þá leit Dagur borgarstjóri við og færði skólanum blóm. Almenn ánægja var með daginn hjá starfsfólki foreldrum og börnum. Tvær vænar konur hafa starfað í Brekkuborg frá því skólinn tók til starfa fyrir aldarfjórðung, þær Elvira Viktorsdóttir og Anna Sigurðardóttir, og eru þeim færðar þakkir fyrir frábært og óeigingjarnt starf.