Breiðholtsbylgja haldin í fimmta sinn

Mannlíf Skóli og frístund

""

Breiðholtsbylgjan, starfsdagur allra sem vinna með börnum og ungmennum í Breiðholti, var haldin í dag.

Breiðholtsbylgjan er sameiginlegur starfsdagur leikskóla, grunnskóla, frístundamiðstöðvar, þjónustumiðstöðvar og annarra stofnana í hverfinu sem koma að umönnun og uppvexti barna og unglinga. Í íþróttahúsinu við Austurberg voru saman komin nær sjö hundruð manns þegar starfsdagurinn hófst með ávarpi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Yfirskrift dagsins var Heilsueflandi Breiðholt sem er sameiginlegt verkefni allra stofnana í hverfinu. Eyþór Eðvaldsson sálfræðingur hélt erindi um leiðir til að bæta samskipti og einnig var fjallað um forvarnir. Þetta er í fimmta sinn sem sameiginlegur starfsdagur er haldinn í Breiðholtinu og hefur hann eflt mjög samkennd starfsfólks og samstarf borgarstofnana í hverfinu.