Börn gefa börnum tækifæri

Skóli og frístund Mannlíf

""

Jólamarkaður fjölskyldunnar verður haldinn í frístundamiðstöðinni Frostaskjóli í dag og hefst kl.16.30. 

Á jólamarkaðinum munu börn og unglingar í Vesturbæ selja jólaskraut og jólagóðgæti og rennur allur ágóði óskiptur til þróunarstarfs Rauða krossins fyrir börn í Malaví og Sómalíu. 

Aðstoðin mun bæta aðstöðu barna sem búa við afar bágar aðstæður og auðveldar þeim að sækja skóla og njóta menntunar. Með þessu árlega framtaki hafa börn og ungmenni í Frostaskjóli náð að styrkja starf RKÍ með börnum í Afríku um alls ríflega milljón. Á þennan hátt veita börnin jafnöldrum sínum tækifæri til betra lífs.

Fyrirkomulagið er á þann veg að börnin selja afurðirnar sínar sjálf til foreldra og annarra. Einnig verður hægt að kaupa heitt súkkulaði, piparkökur og krap.

Allir eru velkomnir í Frostaskjól á milli kl. 16.30-17.30 en góð þátttaka hinna fullorðnu er hvatning fyrir börnin til að halda áfram á þessari braut.