Borgin endurnýjar þrjá gervigrasvelli í sumar

Framkvæmdir Íþróttir og útivist

""
Þrír gervigrasvellir verða endurnýjaðir hjá Reykjavíkurborg í sumar. Áfram verður unnið að endurnýjun gervigrasvalla á næsta ári.
 

Borgarstjórn ákvað í fundi sínum í gær að heimila framkvæmdir við endurnýjun þriggja gervigrasvalla í borginni, hjá íþróttafélögunum Fylki, KR og Víkingi. Sett verður nýtt gervigras á vellina með nýrri tegund af gúmmíkurli. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdi er 180 milljónir króna.

 
Framkvæmdir eru þegar hafnar og langt komnar við lagningu nýs gervigrass á athafnasvæði  íþróttafélagins Víkings en ráðist verður í framkvæmdir á hinum völlunum í sumar.
 
Eftir þessar framkvæmdir hafa fimm gervigrasvellir í Reykjavík verið endurnýjaðir og eru því ekki með svokölluðu dekkjakurli auk gervigrasvallarins í Egilshöll.
 
Áfram verður unnið að endurnýjun gervigrasvalla á næsta ári.