Borgarstjórnarfundur í dag

Mannlíf

""

Borgarstjórnarfundur verður haldinn í dag klukkan 14.00.

Á fundinum verður rætt um tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um innleiðingu á nýju umferðarmódeli fyrir Reykjavík og aðliggjandi svæði, mislæg gatnamót við Reykjanesbraut-Bústaðaveg og viðræður við ríkið um Sundabraut.

Þá fer fram umræða um ferðamannaborgina Reykjavík og eftirlit með þjónustu Reykjavíkurborgar við fatlað fólk.

Að auki verður kosið í hverfisráð Háaleitis og Bústaða

Nálgast má nánari upplýsingar um fundinn og fylgjast má með borgarstjórnarfundinum í beinni útsendingu.