Borgarstjóri sendir samúðarskeyti til Berlínar

Stjórnsýsla

""

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík hefur sent Michael Müller borgarstjóra í Berlín samúðarskeyti vegna atburðarins á jólamarkaðnum í Breitscheidplatz í gærkvöldi þar sem fjöldi fólk lést eða slasaðist alvarlega.

Skeyti borgarstjórans í Reykjavík er  svohljóðandi

 

Herra Michael Müller, borgarstjórinn í Berlín

Kæri borgarstjóri,

Fyrir hönd allra Reykvíkinga, vil ég votta þér mína dýpstu samúð vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað á jólamarkaðnum í Breitscheidplatz í gærkvöld.

Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, íbúum Berlínar og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessara óskiljanlegu voðaverka.

Dagur B. Eggertsson
Borgarstjóri í Reykjavík 

Á þýsku:

Der regierende Bürgermeister von Berlin, Herr Michael Müller

Sehr geehrter Herr Bürgermeister.

Im Namen aller Bürger von Reykjavík spreche ich Ihnen mein tiefstes Beileid aus zu den schrecklichen Ereignissen am Weihnachtsmarkt am Breitscheidplatz gestern Abend.

Unsere Gedanken sind bei den Opfern, den Angehörigen, den Bürgern von Berlin sowie allen anderen, die wegen des gestrigen Anschlags Leid erfahren.

Dagur B. Eggertsson
Bürgermeister von Reykjavík