Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Stokkhólms

Stjórnsýsla

""

Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur sent samúðarkveðjur til borgarstjórans í Stokkhólmi, Karin Wanngård, vegna hryðjuverksins sem var framið þar í gær þegar maður ók vörubíl inn í verslunarmiðstöð. Fjórir létust í árásinni og 12 slösuðust. Þar af er níu alvarlega slasaðir.

Bréf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra til Karin Wanngård borgarstjóra í Stokkhólmi er eftirfarandi.

Kæra Karin Wanngård

Fyrir hönd allra Reykvíkinga sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur vegna þeirra sem létust og slösuðust í hinni hræðilegu árás í Stokkhólmi í gær. Við verðum að standa sameinuð vörð um frjáls, réttlát og umburðarlynd lýðræðissamfélög þar sem allir fá að njóta sín á eigin forsendum og gegn tilgangslausu hatri og ofbeldi eins og við urðum vitni að í Stokkhólmi í gær. 

Fáar borgir eru öflugri, framsæknari en Stokkhólmur og betur grundvallaðar á jafnrétti, virðingu, mannréttindum og mannhelgi allra.

Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og vinum og hjá öllum í Stokkhólmi.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.

Á sænsku.

Kära Karin Wanngård,

Å hela Reykjaviks vägnar sänder jag mina djupaste kondoleanser på grund av dem som omkom och skadades i den fasansfulla attacken i Stockholm igår.
Vi måste stå enade för fria, rättvisa, demokratiska och toleranta samhällen där alla kan blomstra på sina egna villkor. Vi måste stå emot meningslösa handlingar av hat och våld, som vi vittnade i Stockholm igår.

Få städer är mer kraftfulla och mer progressiva än Stockholm. När jag tänker på Stockholm tänker jag på ett öppet och solidariskt samhälle, med grundläggande mänskliga rättigheter, jämlikhet och värdighet.
Våra tankar går till offren, till deras familjer och vänner, och hela Stockholm.

Dagur B. Eggertsson 

borgarstjóri í Reykjavík