Borgarstjóri kynnir framkvæmdir í Úlfarsárdal og Grafarholti

Stjórnsýsla Velferð

""

Borgarstjóri hefur boðið til fundar í næstu viku með íbúum Grafarholts og Úlfarsárdals til að kynna framkvæmdir við nýja menningarmiðju hverfisins. Bókasafn, sundlaug og önnur íþróttamannvirki munu rísa í tengslum við nýjan leik- og grunnskóla í Úlfarsárdal. 

Fundurinn verður haldinn í Ingunnarskóla fimmtudaginn 16. apríl kl. 20.00. Heitt verður á könnunni frá kl. 19.45.

Borgarstjóri boðar til fundarins að ósk íbúa í hverfinu og vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Auk nýjustu frétta af framkvæmdaáætlun hinna nýju mannvirkja verður sagt frá öðrum verkefnum í hverfinu.

Svigrúm verður gefið fyrir spurningar fundarmanna. Þeir sem vilja geta sent fyrirspurnir fyrirfram á netfangið borgarstjori@reykjavik.is til að mögulegt sé að koma með undirbúin svör, en það er þó alls ekki skilyrði.

 

Viðburðurinn á Facebook - láttu okkur gjarnan vita að þú komir og bjóddu endilega öðrum í hverfinu.

Veggspjald til kynningar á fundinum.