Borgarstjóri fellir Oslóartréð

Mannlíf

""

Borgarstjóri felldi tréð í skóglendi fyrir utan Oslóborg. Það verður flutt með gámi til Íslands og mun prýða Austurvöll í desember.

 
Jón Gnarr, borgarstjóri, felldi jólatré í skóglendi utan við Osló borg í gær. Tréð, sem er gjöf Oslóarborgar til Reykjavíkur, mun prýða Austurvöll og verður kveikt á því fyrsta sunnudag í aðventu þann 1. desember nk.
 
Tréð sem var fellt var 42ja ára gamalt.  Ákveðið var að þetta tré yrði fyrir valinu fyrir 10 árum og frá þeim tíma hefur það notið sérstakrar aðhlynningar skógræktarfólksins.
 
Tréð var 18 metrar að hæð en einungis 12 efstu metrarnir komast fyrir í skipsgámnum. Viðstaddir fengu allir „sneið“ af trénu en það sem eftir er verður nýtt í annað.