Bókamessa í Bókmenntaborg Í Hörpu

Mannlíf Menning og listir

""

Helgina 18.-19. nóvember verður hin árlega Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í sjöunda sinn og má segja að hún marki upphaf jólabókaflóðsins.

Bókamessa flutti í Hörpu í fyrra við góðar undirtektir bókamessugesta og útgefenda og í ár leggur hún aftur undir sig Flóa á 1. hæð Hörpu.
Líf og fjör verður í Flóa allan daginn þar sem lesendum fá einstak tækifæri til að ræða beint við uppáhalds rithöfundana sína og bókaútgefendur. Áritanir, smakk úr nýjum matreiðslubókum, lífleg bókmenntadagskrá með upplestrum, höfundaspjalli og kynningum á nýjum bókum. Fyrir börnin verða skemmtilegar smiðjur og Undraland bókanna þar sem allar útgefnar barna- og ungmennabækur ársins verða á einum stað fyrir krakka til að koma og smakka á nýjum bókum.

Húsið er opið milli kl. 11:00 – 17:00 báða dagana. Ekkert kostar inn og eru allir hjartanlega velkomnir.

Á Bókamessu sýna bókaútgefendur alla bókaútgáfu ársins og geta lesendur flett í gegnum nýjar bækur og gert góð kaup á nýútgefnum bókum. Rithöfundar verða á svæðinu og árita bækur sínar og lífleg bókmenntadagskrá verður báða dagana fyrir alla fjölskylduna. Í fyrirlestrar sölunum Ríma A og Ríma B í Flóa verða upplestrar, bókakynningar og spjall við höfunda. Á messu svæðinu verður Krakkahorn Sleipnis þar sem rithöfundar og útgefendur verða með fjölbreyttar smiður fyrir krakka. Síðan geta krakkar smakkað á nýjum bókum í Undralandi bókanna en lestrarteppi verður sett upp þar sem bókaútgefendur sýna allar nýjar barnabækur og gefst einstak tækifæri að skoða alla þá fjölbreyttu útgáfu af barna- og ungmennabókum sem kemur út í ár. Á bás hvers útgefenda verða rithöfundar að spjalla og árita bækur sínar, matreiðslubókarhöfundar mæta með smakk og hægt verður að taka þátt í laufléttum getraunum þar sem veglegir bókavinningar eru fyrir heppna messugesti.

Það verður því líf og fjör í Hörpu alla helgina á árlegri Bókamessu í Bókmenntaborg.

Dagskrá Bókamessu 2017