Betri þátttaka en fyrir ári

Framkvæmdir Kosningar

""

Kosningum á www.hverfidmitt.is lýkur á sunnudag en kosið er um hugmyndir sem eiga að koma til framkvæmda í hverfum borgarinnar á næsta ári.  

Fleiri hafa kosið nú en á sama tíma í fyrra. Í morgun höfðu um 6.700 íbúar nýtt atkvæðisrétt sinn eða um 6,6% þeirra sem eru á kjörskrá. Unnur Margrét Arnardóttir verkefnisstjóri er vongóð um að nýtt met verði slegið, en í fyrra var kjörsókn 9,4% sem þá var besta þátttaka til þessa.  

Kosið á vefnum hverfidmitt.is og þar velur fyrst hver og einn það hverfi sem hann vill greiða atkvæði sitt, síðan verkefni innan hverfis. Í ár er kjósendum boðið upp á þá nýjung að stjörnumerkja eitt verkefni sem gefur því aukaatkvæði. Þegar að endingu er smellt er á valhnappinn „Kjósa“ kemur upp beiðni um rafræna auðkenningu og getur það verið hvort heldur Íslykill eða Rafræn skilríki. Mögulegt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni, en það er síðasta atkvæðið sem gildir. Íbúar farið á vefinn, skoðað verkefnin sem eru í boði og gengið úr skugga um að Íslykill þeirra eða rafrænt auðkenni virki því fram á sunnudag er hægt að greiða atkvæði að nýju. 

Allir sem verða 16 ára á árinu geta kosið, eða þeir sem fæddir eru árið 2001 eða fyrr. Til ráðstöfunar eru 450 milljónir króna eins og fyrra. Þeirri upphæð er skipt á milli hverfa eftir íbúafjölda.

Nánari upplýsingar: