Bein útsending frá rabbkvöldi um lýðræði

Mannréttindi Skóli og frístund

""

Starfsfólk frístundamiðstöðvanna hittist á rabbkvöldi um lýðræði í Laugardalshöll í kvöld og hefst dagskráin kl. 19.30. Hægt verður að sjá beina útsendingu frá fundinum kl.19.30. Boðið verður upp á fjóra áhugaverða fyrirlestra um lýðræði sem er einn af grunnþáttunum í frístundastarfinu. Meðal þeirra sem tala eru Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna og Ólafur Páll Jónsson heimspekingur.

Dagskrá

Setning
Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri frístundamála á skóla- og frístundasviði.

Upplýsingabyltingin, lýðræði og fasismi
Bergur Ebbi Benediktsson, lögfræðingur, tónlistarmaður, uppistandari og framtíðarfræðingur.

Með lýðræðið í lýkunum
Ólafur Páll Jónsson prófessor í heimspeki við Menntavísindasvið HÍ

Þátttaka barna í lýðræði
Margrét María Sigurðardóttir, lögfræðingur og umboðsmaður barna

Að borða fíl
Eygló Rúnarsdóttir aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið HÍ

Fundarstjóri er Sigrún Sveinbjörnsdóttir verkefnastjóri.

Sjá dagskrá til útprentunar