Barnaþing í Grafarvogi

Velferð Skóli og frístund

""

Í dag komu saman um 200 börn úr 6. bekkjum í Grafarvogi og á Kjalarnesi á barnaþingi í Borgum til að ræða hvernig tæknin hefur áhrif á líf þeirra.
 

Barnaþingið er samvinnuverkefni sem Miðgarður, SAFT og grunnskólar í Grafarvogi og á Kjalarnesi standa fyrir.

Á þinginu fengu börnin hugvekju frá SAFT þar sem rætt var um samskipti á netinu en auk hugvekjunnar unnu börnin í umræðuhópum verkefni sem snúa að þeirra upplifun af tækninni sem þau nota í dag, þá tækni sem er að verða úreld og þá tækni sem þau telja að verði notuð í nánustu framtíð.