Barnahátíðin Kátt á Klambra á sunnudaginn

Íþróttir og útivist Skóli og frístund

""

Ein stærsta barna- og fjölskylduhátíð Reykjavíkur verður haldin á Klambratúni 30. júlí næstkomandi. Hátíðin, Kátt á Klambra, var haldin í fyrsta sinn í fyrra og hlaut frábærar undirtektir.

Ein stærsta barna- og fjölskylduhátíð Reykjavíkur verður haldin á Klambratúni 30. júlí næstkomandi. Hátíðin, Kátt á Klambra, var haldin í fyrsta sinn í fyrra og hlaut frábærar undirtektir og verður dagskráin í ár enn glæsilegri.  Fyrirmynd hátíðarinnar er sótt í sambærilegar hátíðir sem haldnar hafa verið í Skandinavíu og notið mikilla vinsælda.

Markmiðið er að bjóða börnum og fullorðnum upp á skemmtun og fróðleik á grænu svæði í Reykjavík með fjölbreyttum menningar- og listaviðburðum. Svæðið er einnig hannað út frá þörfum barna og ungabarna, en m.a. verður boðið uppá skiptiaðstöðu, svæði  til brjóstagjafar í næði og ungbarnanudd.

Meðal viðburða verður hjólabrettakennsla, Emmsjé Gauti, beatboxkennsla, Hildur, töframaður, dans af ýmsum toga, jóga, föndur, tattoo, andlitsmálning, ritlistarsmiðja á vegum Viktoríu Blöndal og Kött Grá Pje, sögutjald, diskó, súkkulaðimolakennsla, gróðursetningarkennsla og margt fleira

Miðaverð er 1.200 kr og fjórir miðar á 4.000 kr.