Baráttuganga og bifhjól á 1. maí

Samgöngur Mannlíf

""

Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna í Reykjavík 2017 hefst með göngu frá Hlemmi niður á Ingólfstorg undir leik lúðasveita.  Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13.00 en gangan hefst kl. 13.30 sem leið liggur niður Laugaveg. Sjá nánar í frétt á vef ASÍ

Að maígöngu lokinni verður Laugavegurinn og nokkrar fleiri götur formlega að göngugötum sem auðga munu mannlífið og bæta aðgengi gangandi og hjólandi í miðborginni.  

Hópakstur Snigla

Fyrr um daginn verða Sniglarnir – bifhjólasamtök lýðveldisins með hópakstur niður Laugaveginn frá Barónsstíg og síðan leið um miðborgina og enda inn á Kirkjusandi (sjá kort). Byrjað verður að safnast saman eftir kl. 11.00 en lagt af stað kl. 12.30. Áætlað er að um 30 mínútur taki að keyra leiðina.