Austurbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í Skrekk

Skóli og frístund Menning og listir

""

Átta skóla kepptu á fyrsta undanúrslitakvöldi Skrekks í Borgarleikhúsinu og komust Austurbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram með sín atriði. 

Skrekkur, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík hófst 10. nóv. í Borgarleikhúsinu. Átta skólar kepptu á fyrsta undanúrslitakvöldinu og fóru Austurbæjarskóli og Laugalækjarskóli með sigur af hólmi. 

Borgarleikhúsið var þétt setið unglingum úr 8., 9. og 10. bekk sem studdu sína skóla vel áfram. Kynnarnir Auðunn Lúthersson og Steiney Skúladóttir héldu uppi fjörinu í salnum.

Næsta undanúrslitakvöld í Skrekk verður í Borgarleikhúsinu í kvöld og keppa þá að nýju átta skólar.

Að lokum munu átta grunnskólar keppa til úrslita í Skrekk mánudaginn 17. nóvember, en alls taka 24 skólar þátt í keppninni.