Auglýst eftir sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs

Stjórnsýsla Menning og listir

""

Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs.

Menningar- og ferðamálasvið fer með framkvæmd menningar- og ferðamála hjá Reykjavíkurborg. Sviðið hefur yfirumsjón með starfsemi og rekstri Borgarbókasafns Reykjavíkur, Borgarsögusafns Reykjavíkur, Höfuðborgarstofu og Listasafns Reykjavíkur. Á ábyrgð sviðsins er heildstæð kynning og umsjón með þáttum er lúta að móttöku ferðamanna í Reykjavík. Þá sér sviðið um skipulagningu og framkvæmd ýmissa viðburða og borgarhátíða. Sviðið hefur jafnframt umsjón með málefnum Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, Listahátíðar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Menningar- og ferðamálasvið sér einnig um samninga, styrki og samskipti við lista- og menningarlífið og er borgaryfirvöldum til faglegrar ráðgjafar í þeim málaflokkum sem undir sviðið heyra.

Sjá nánar um starfsemi og stefnumótun sviðsins: 

Sviðsstjóri heyrir beint undir borgarstjóra og tilheyrir yfirstjórn Reykjavíkurborgar. Launakjör heyra undir kjaraákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar og um ráðningarréttindi gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg. Ráðið er í starf sviðsstjóra til fimm ára og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 13. mars og eru umsækjendur hvattir til að sækja um starfið á vefnum.

Sækja um starf