Ársskýrsla velferðarsviðs

Velferð

""
Ársskýrsla velferðarsviðs fyrir árið 2015 er komin út.  Í skýrslunni er hægt að kynna sér þjónustu og faglega starfsemi sviðsins. Fram kemur m.a. að tæplega tuttugu þúsund einstaklingar nýttu sér þjónustu  sviðsins með einhverjum hætti á árinu 2015.
Meðal þeirra voru yfir 8500 einstaklingar sem fengu greiddar húsaleigubætur og tæplega 4.200 börn fengu aðstoð með einhverjum hætti. Á velferðarsviði fer fram umfangsmikil starfssemi en yfir 120 starfseiningar heyra undir  sviðið þar sem  vinna 2.429 starfsmenn. Heildarútgjöld Reykjavíkurborgar til velferðarsviðs námu tæplega 25% af heildarútgjöldum borgarinnar á árinu 2015.
 
Árið var annasamt og gefandi. Meðal mikilvægra verkefna má nefna Saman gegn ofbeldi, samstarfsverkefni velferðarsviðs, mannréttindaskrifstofu og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
 
Geðheilsustöð Breiðholts fékk viðurkenningu fyrir árangur, umsókn Reykjavíkur um að verða aldursvæn borg var samþykkt hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni og áhersla var lögð á þjónustu við börn og unglinga. Einnig er fjallað um þjónustumiðstöðvar borgarinnar en þær fögnuðu tíu ára afmæli sínu með málþingi þar sem farið var yfir sögu þjónustunnar og horft fram á veginn í þróun og hlutverki þjónustumiðstöðvanna.
 
 
Auk tölfræði í skýrslunni má nálgast nánari upplýsingar í Árbók Reykjavíkur í haust (öll tölfræði komin inn í september) og í lykiltölum velferðarsviðs.