Áríðandi tilkynning frá Orkuveitunni

Stjórnsýsla Framkvæmdir

""

Verið er að opna fyrir heitt vatn frá Bergstaðastræti að Skólavörðustíg. Enn er heitavatnslaust á stórum hluta svæðisins, sem og á Freyjugötu. Búist er við að viðgerðir standi yfir fram á kvöld. Varað er við slysahættu og er fólk beðið um að fara að öllu með gát. Fólki í Vesturbæ Reykjavíkur, Þingholtum, Skólavörðuholti og miðborg er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana.

Vegna viðgerðar á loka í dælustöð í Öskuhlið í nótt féll niður þrýstingur á heitu vatni í Skólavörðuholti og Vesturbæ Reykjavíkur.

Í framhaldinu sprungu heitavatnslagnir í nokkrum götum, meðal annars á Freyjugötu og Ásvallagötu. Fólki er bent á að passa að heitavatnskranar séu ekki opnir á meðan á viðgerð stendur til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. 

Ef fólk verður vart við að heitt vatn nái upp á yfirborð í götum er bent á að hafa samband við þjónustuvakt Orkuveitu Reykjavíkur í síma 516 0000.

Starfsfólk Orkuveitunnar biðst velvirðingar á óþægindum af þessum sökum.