Árdagar Reykjavíkur í Árbæjarsafni

Mannlíf Menning og listir

""

Sunnudaginn 23. júlí  býðst gestum Árbæjarsafns að upplifa Reykjavík eins og hún var í gamla daga. Starfsfólk klæðist fatnaði sem tíðkaðist á 19. öld og sinnir ýmsum störfum sem nauðsynleg voru á hverjum bæ. 

Húsfreyjan í Árbæ býður upp á nýbakaðar lummur og á baðstofuloftinu situr kona við tóskap. Í haga eru hestar, kindur og lömb og um stígana vappa landnámshænur. Í litlu safnkirkjunni verður guðsþjónustu kl. 14.00 og þjónar sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson fyrir altari.

Sem endranær verður heitt á könnunni í Dillonshúsi.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara og öryrkja. Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur og Gestakortsins fá sömuleiðis frítt inn.